Jón Þórðarson

Jón Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1847 og 1849 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Eyvindarmúla í Fljótshlíð 12. febrúar 1813, dáinn 10. júní 1903. Foreldrar: Þórður Jónsson (fæddur 1773, dáinn 12. maí 1845) bóndi þar og kona hans Ólöf Beinteinsdóttir (fædd 1775, dáin 15. júlí 1843) húsmóðir. Maki (13. nóvember 1840): Steinunn Auðunsdóttir (fædd 27. desember 1817, dáin 26. maí 1890) húsmóðir. Foreldrar: Auðunn Jónsson og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Börn: Halldór (1841), Ólöf (1843), Sigríður (1844), Vilborg (1846), Sigríður (1848), Guðrún (1849), Auðunn (1850), Arnór (1851), Guðrún (1853), Þórður (1854), Bergsteinn (1856), Auðunn (1858), Sigríður (1861), Margrét (1862). Dóttir Jóns og Ingibjargar Hallvarðsdóttur: Ingileif (1853). Dóttir Jóns og Elínar Jónsdóttur: Elínborg (1862). Börn Jóns og Guðrúnar Jónsdóttur: Guðmundur (1866), Elínborg (1868), Elísabet (1878).

  Bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1841–1845, síðan í Eyvindarmúla til æviloka.

  Alþingismaður Rangæinga 1847 og 1849 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 8. febrúar 2016.