Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1991–1995 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1993–1995.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjarfirði, Norður-Ísafjarðarsýslu 26. september 1935. Foreldrar: Kristján S. Guðjónsson (fæddur 17. nóvember 1911, dáinn 22. desember 1989) trésmiður, móðurbróðir Ingibergs J. Hannessonar alþingismanns, og kona hans Jóhanna Jakobsdóttir (fædd 16. október 1913, dáin 9. desember 1999) húsmóðir. Systir Guðjóns Arnars Kristjánssonar alþingismanns. Maki (27. desember 1957): Guðmundur Helgi Ingólfsson (fæddur 6. október 1933) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Ingólfur Jónsson og kona hans Guðbjörg Torfadóttir. Börn: Gylfi Reynir (1956), Halldór Sigurður (1959), Kristján Jóhann (1962), Ingibjörg María (1967), Jóhannes Bjarni (1974).

Gagnfræðapróf Ísafirði 1952. Nám í orgelleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar 1952–1954. Próf frá Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1955. Nám í tungumálum og bókfærslu við Kvöldskólann á Ísafirði 1973–1975. Starfsleikninám kennara 1989–1991.

Starfaði í Ísafjarðar Apóteki 1952–1958. Stundakennari við Barnaskólann í Hnífsdal 1958–1962. Kennari við Barnaskóla Ísafjarðar 1972–1974 og stundakennari við Grunnskólann á Ísafirði 1989–1991. Starfaði sjálfstætt við fatasaum (jafnframt húsmóðurstörfum) 1963–1972. Rekstrarstjóri Félagsheimilisins í Hnífsdal 1974–1978. Útibússtjóri Kaupfélags Ísfirðinga í Hnífsdal 1978–1981. Störf á Endurskoðunar- og bókhaldsstofu Guðmundar E. Kjartanssonar, síðar Löggiltum endurskoðendum hf. 1981–1991.

Í skólanefnd Eyrarhrepps 1964–1972. Formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal 1974–1982 og 1986–1988. Formaður byggingarnefndar leikskóla í Hnífsdal 1979–1982. Formaður Sambands vestfirskra kvenna 1983–1989. Í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1987–1991. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1991–1995. Í samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkju 1991–1995. Í landsdómi 1999–2011.

Alþingismaður Vestfirðinga 1991–1995 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1993–1995.

Ritstjóri: Fréttablað Sambands vestfirskra kvenna (1987–1994). Pilsaþytur á Vestfjörðum (síðan 1991).

Æviágripi síðast breytt 27. febrúar 2020.

Áskriftir