Árni Einarsson

Árni Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1861 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 12. júní 1824, dáinn 19. febrúar 1899. Foreldrar: Einar Sigurðsson (fæddur 1768, dáinn 18. mars 1852) bóndi þar og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir (fædd 1781, dáin 8. maí 1854) húsmóðir. Faðir Sigfúsar Árnasonar alþingismanns. Maki (15. nóvember 1848): Guðfinna Jónsdóttir (fædd 1823, dáin 7. apríl 1897) húsmóðir. Foreldrar: Jón Austmann Jónsson og kona hans Þórdís Magnúsdóttir. Systir Magnúsar Austmanns þjóðfundarmanns. Börn: Ólöf (1848), Sigurður (1850), Einar (1852), Sigurður (1853), Jón (1855), Sigfús (1856), Þórdís Magnúsína (1859), Lárus Matthías (1862), Kristmundur (1863).

  Útvegsbóndi og formaður á Vilborgarstöðum frá 1852 til æviloka. Stundaði jafnframt húsasmíðar. — Hreppstjóri.

  Alþingismaður Vestmanneyinga 1861 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 28. janúar 2015.