Árni Gunnarsson

Árni Gunnarsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1978–1979, alþingismaður Norðurlands eystra 1979–1983 og 1987–1991 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember 1983 og nóvember 1986.

Forseti neðri deildar 1979 og 1989–1991.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 14. apríl 1940, dáinn 1. júlí 2022. Foreldrar: Gunnar Stefánsson (fæddur 24. mars 1915, dáinn 31. janúar 1951) fulltrúi hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og kona hans Ásta Árnadóttir (fædd 6. júlí 1911, dáin 4. júní 2002) húsmóðir. Maki (27. júlí 1962): Hrefna Filippusdóttir (fædd 30. janúar 1942) húsmóðir. Foreldrar: Filippus Gunnlaugsson og kona hans Sigríður Gissurardóttir. Dætur: Sigríður Ásta (1963), Gunnhildur (1983).

Miðskólapróf í Reykjavík, stundaði síðan flugnám um tíma. Kynnti sér fjölmiðla og blaðamennsku í Bandaríkjunum.

Blaðamaður við Alþýðublaðið og síðar fréttastjóri 1959–1965, ritstjóri 1976–1977 og 1985–1987. Fréttamaður og varafréttastjóri við Ríkisútvarpið 1965–1976, fréttastjóri um hríð. Fréttaritstjóri Vísis 1976. Stofnaði með öðrum Útvarpsauglýsingar sf. og rak rúmt ár. Starfaði á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar 1985 við hjálparstarf í Eþíópíu. Framkvæmdastjóri hjá Slysavarnafélagi Íslands 1991–1992. Framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði síðan 1992.

Í stjórn Blaðaprents hf. um árabil, formaður um skeið. Í stjórn Blaðs hf. og Alprents hf. Formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins og Blaðamannafélags Íslands nokkur ár. Í stjórn Landverndar og í landnýtingarnefnd. Formaður stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar 1986–1990. Í samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar 1982–1983 og 1987–1991. Ritari Alþýðuflokksins um árabil, átti sæti í flokksstjórn og framkvæmdastjórn flokksins. Í útvarpsráði 1978–1979. Í útvarpslaganefnd og síðar útvarpsréttarnefnd. Formaður undirbúningsnefndar Árs fatlaðra. Í Norðurlandaráði 1980–1981. Í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál 1981–1984. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1987–1991. Varaformaður Jafnréttisráðs frá 1987. Stjórnarformaður Ríkisspítala 1991–1992.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1978–1979, alþingismaður Norðurlands eystra 1979–1983 og 1987–1991 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember 1983 og nóvember 1986.

Forseti neðri deildar 1979 og 1989–1991.

Var fréttamaður Ríkisútvarpsins á vettvangi þegar eldgos hófst í Heimaey í janúar 1973 og skrifaði bókina Eldgos í Eyjum.

Ritstjóri: Alþýðublaðið (1976–1977 og 1985–1987).

Æviágripi síðast breytt 19. september 2022.

Áskriftir