Júlíus Sólnes

Júlíus Sólnes

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Ráðherra Hagstofu Íslands 1989– 1990 og samstarfsráðherra Norðurlanda 1989–1991, umhverfisráðherra 1990–1991.

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1987–1988.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 22. mars 1937. Foreldrar: Jón G. Sólnes (fæddur 30. september 1909, dáinn 8. júní 1986) alþingismaður og bankastjóri á Akureyri og kona hans Ingiríður (Inga) Pálsdóttir (fædd 12. ágúst 1910, dáin 11. ágúst 2003) húsmóðir. Maki (25. september 1959): Sigríður María Óskarsdóttir (fædd 18. mars 1938, dáin 29. júlí 2022) húsmóðir og verslunarmaður. Foreldrar: Óskar Aðalsteinn Gíslason og kona hans Lára Ásgerður Guðmundsdóttir. Börn: Lára (1959), Jón Óskar (1962), Inga Björk (1962).

Stúdentspróf MA 1955. Fyrrihlutapróf í byggingarverkfræði HÍ 1958. Próf í byggingarverkfræði við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn 1961, lic. techn. í æðri burðarþolsfræði og sveiflufræði 1966. Sérnám í jarðskjálftafræðum við International Institute of Seismology and Earthquake Engineering í Tókíó 1963–1964.

Ráðgjafarverkfræðingur í Reykjavík 1965–1968. Rannsóknarverkfræðingur við byggingarannsóknastofnun Danmarks Ingeniörakademi 1969–1970. Rannsóknarverkfræðingur og aðstoðarkennari við aflfræði- og burðarvirkjadeild Tækniháskólans í Kaupmannahöfn 1970–1972. Lektor 1972. Prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands síðan 1972. Skipaður 10. september 1989 ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráðherra Norðurlanda, tók 23. febrúar 1990 við embætti umhverfisráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Gistiprófessor við ríkisháskóla Mexíkó í Mexíkóborg 1991–1992. Forseti verkfræðideildar Háskóla Íslands 1993–1995.

Bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 1978–1986. Formaður Verkfræðingafélags Íslands 1982–1984. Formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1983– 1986. Í stjórn Vísindasjóðs 1983–1987. Formaður stjórnar Stálvíkur hf. 1987– 1989. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1988 og 1990. Formaður Borgaraflokksins 1989–1991. Vararektor Háskóla Íslands 1994–1995. Varaformaður stjórnar Norræna-afríska útgerðarfélagsins í Úganda 1995.

Alþingismaður Reyknesinga 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Ráðherra Hagstofu Íslands 1989– 1990 og samstarfsráðherra Norðurlanda 1989–1991, umhverfisráðherra 1990–1991.

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1987–1988.

Hefur samið rit og greinar um verkfræði, m. a. jarðskjálftaverkfræði, og greinar um ýmis þjóðfélagsmál, umhverfismál og stjórnmál sem birst hafa í dagblöðum og tímaritum.

Æviágripi síðast breytt 22. september 2023.

Áskriftir