Karl Einarsson

Karl Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti efri deildar 1915 og 1918–1922.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Miðhúsum í Eiðaþinghá 18. janúar 1872, dáinn 24. september 1970. Foreldrar: Einar Hinriksson (fæddur 25. janúar 1832, dáinn 19. nóvember 1910) bóndi þar og kona hans Pálína Vigfúsdóttir (fædd 6. apríl 1851, dáin 25. febrúar 1915) húsmóðir. Maki (13. ágúst 1904): Elín Jónasdóttir Stephensen (fædd 26. september 1879, dáin 31. janúar 1942) húsmóðir. Foreldrar: Jónas Stephensen og kona hans Margrét Stefánsdóttir Stephensen. Börn: Jónas (1902), Jónas (1907), Einar (1907), Margrét Pálína (1910), Stefán Einar (1913), Pálína Margrét (1915), Anna Guðrún (1917).

Stúdentspróf Lsk. 1895. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1903. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1906.

Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu 1904 og sýslumaður í Skaftafellssýslu 1904–1905. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1906, jafnframt málaflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík. Sýslumaður í Vestmannaeyjum 1910–1924. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1924–1952 og starfaði þá aðallega að endurskoðun.

Skipaður 1909 í nefnd til þess að rannsaka hag Landsbankans. Settur 22. nóvember 1909 gæslustjóri Landsbankans til bráðabirgða, en beiddist lausnar níu dögum síðar.

Alþingismaður Vestmanneyinga 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti efri deildar 1915 og 1918–1922.

Æviágripi síðast breytt 15. febrúar 2016.

Áskriftir