Karl Finnbogason

Karl Finnbogason

Þingseta

Alþingismaður Seyðfirðinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 29. desember 1875, dáinn 5. janúar 1952. Foreldrar: Finnbogi Finnbogason (fæddur 16. mars 1843, dáinn 19. júní 1886) bóndi þar og kona hans Guðrún Jónsdóttir (fædd 20. október 1843, dáin 3. júní 1900) húsmóðir. Maki (1. desember 1914): Vilhelmína Ingimundardóttir (fædd 20. janúar 1892, dáin 1. apríl 1956) húsmóðir. Foreldrar: Ingimundur Eiríksson og kona hans Rannveig Helga Rasmusdóttir Lynge. Börn: Guðrún (1917), Helga (1918), Þóra Hlín (1921), Ásgerður (1922), Gyða (1926), Karl (1928).

Gagnfræðapróf Möðruvallaskóla 1895. Nám í Blaagaard Seminarium í Kaupmannahöfn frá 1901, kennarapróf 1904. Nám í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908.

Kennari í Bárðardal 1895–1898 og 1900–1901, í Grundarþingum 1898–1900. Kennari við kvennaskólann á Akureyri 1904–1907. Stundakennari við gagnfræðaskólann á Akureyri 1905–1906 og 1908–1911. Skólastjóri við barna- og unglingaskólann á Seyðisfirði 1911–1945. Rak búskap á Klyppsstað í Loðmundarfirði 1917–1924 og á Sörlastöðum í Seyðisfirði 1925–1931.

Bæjarfulltrúi Seyðisfirði 1913–1942. Formaður Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði 1934–1942. Héraðssáttasemjari 1941–1945.

Alþingismaður Seyðfirðinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 15. febrúar 2016.

Áskriftir