Karl Guðjónsson

Karl Guðjónsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1953–1959 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag), alþingismaður Suðurlands 1959–1963 og 1967–1971 (Alþýðubandalag, utan flokka).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember–desember 1965 (Alþýðubandalag).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hlíð í Vestmannaeyjum 1. nóvember 1917, dáinn 7. mars 1973. Foreldrar: Guðjón Einarsson (fæddur 18. október 1886, dáinn 11. desember 1966) fiskmatsmaður þar og kona hans Guðfinna Jónsdóttir (fædd 1. september 1893, dáin 12. apríl 1957) húsmóðir. Maki (1. nóvember 1943) Arnþrúður Björnsdóttir (fædd 1. apríl 1918, dáin 17. janúar 2007) kennari. Foreldrar: Björn Sigurðsson og kona hans Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir. Börn: Sunna (1945), Harpa (1947), Lilja (1952), Breki (1957). Sonur Karls og Ingibjargar Ólafsdóttur: Kristján Yngvi (1968).

Kennarapróf KÍ 1938. Framhaldsnám við kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1964–1965.

Kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum 1938–1963, við Vogaskóla í Reykjavík 1963–1966. Fræðslufulltrúi og fræðslustjóri í Kópavogi frá 1966 til æviloka.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1949–1950 og 1958–1963. Formaður Sambands íslenskra lúðrasveita 1964–1965. Sat í bankaráði Framkvæmdabankans 1957–1966, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959–1960. Kosinn 1955 í okurnefnd, 1956 í milliþinganefnd í samgöngumálum, 1968 í Norðurlandaráð.

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1953–1959 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag), alþingismaður Suðurlands 1959–1963 og 1967–1971 (Alþýðubandalag, utan flokka).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember–desember 1965 (Alþýðubandalag).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir