Karl Steinar Guðnason

Karl Steinar Guðnason

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1978–1979 og 1987–1993, landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1979–1987 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga janúar–febrúar 1972 og nóvember 1973 (Alþýðuflokkur).

Forseti efri deildar 1987–1988 og 1991. 2. varaforseti sameinaðs þings 1978–1979 og 1979–1980, 1. varaforseti sameinaðs þings 1979 og 1980–1983, 2. varaforseti efri deildar 1988–1991, 3. varaforseti Alþingis 1991–1992.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 27. maí 1939. Foreldrar: Guðni Jónsson (fæddur 3. janúar 1906, dáinn 17. október 1957) vélstjóri og skipstjóri þar og kona hans Karólína Kristjánsdóttir (fædd 14. júlí 1914, dáin 27. janúar 1981) verkakona. Maki (17. júní 1962): Helga Þórdís Þormóðsdóttir (fædd 5. september 1942) félagsráðgjafi. Foreldrar: Þormóður Guðlaugsson og kona hans Guðbjörg Þórhallsdóttir. Börn: Kalla Björg (1963), Edda Rós (1965), Guðný Hrund (1971), Margeir Steinar (1976).

Kennarapróf KÍ 1960.

Kennari við barnaskóla Keflavíkur 1960–1976, en starfaði jafnframt á skrifstofum verkalýðsfélaganna þar, í fullu starfi þar 1977–1978. Námsstjóri Félagsmálaskóla alþýðu um skeið. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1993–2007.

Formaður FUJ í Keflavík 1958–1966. Framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Keflavíkur 1962–1966. Í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna 1958–1970, ritari 1962–1970. Í stjórn Æskulýðssambands norrænna jafnaðarmanna 1964–1970. Í bæjarstjórn Keflavíkur 1970–1982. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 1970–1991. Varaformaður Verkamannasambands Íslands 1975–1987 og 1989–1991. Í stjórn Norræna verkalýðssambandsins 1981– 1991. Ritari Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1976–1988, formaður 1988–1992. Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1959–1993, ritari 1976–1984. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1978–1982, formaður hennar um skeið. Í stjórn Vinnueftirlits ríkisins 1980–1992. Í samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar 1983–1987 og 1991–1993. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1984–1993, formaður íslensku sendinefndarinnar 1991–1993. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1986–1987. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1992–1993.

Alþingismaður Reyknesinga 1978–1979 og 1987–1993, landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1979–1987 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga janúar–febrúar 1972 og nóvember 1973 (Alþýðuflokkur).

Forseti efri deildar 1987–1988 og 1991. 2. varaforseti sameinaðs þings 1978–1979 og 1979–1980, 1. varaforseti sameinaðs þings 1979 og 1980–1983, 2. varaforseti efri deildar 1988–1991, 3. varaforseti Alþingis 1991–1992.

Ritstjóri: Röðull (1960–1966).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir