Karl V. Matthíasson

Karl V. Matthíasson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 2001–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2007–2009 (Samfylkingin, Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga júní 1999 og febrúar–mars 2000 (Samfylkingin).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 12. ágúst 1952. Foreldrar: Matthías Björnsson (fæddur 9. desember 1921, dáinn 8. desember 2010) kennari, loftskeytamaður og vélstjóri og kona hans Fjóla Guðjónsdóttir (fædd 3. maí 1933) húsmóðir og leiðbeinandi. Maki (5. júlí 1980): Sesselja Björk Guðmundsdóttir (fædd 30. apríl 1959) húsmóðir og leikskólakennari. Foreldrar: Guðmundur Þórðarson og kona hans Anna Sesselja Þórðardóttir. Börn: Arnar Valur (1987), Pétur (1994), Fjóla (1996).

Stúdentspróf MR 1974. Guðfræðipróf HÍ 1987.

Kennari við Barnaskólann í Ólafsvík 1974–1975, Laugargerðisskóla í Eyjahreppi 1976–1977 og Grunnskóla Eyrarsveitar 1979–1981. Sjómennska á netabátum og togurum. Gerði út handfærabát frá Hellnum undir Jökli. Sóknarprestur Staðarprestakalls í Súgandafirði 1987–1989, Ísafjarðarprestakalls 1989–1991, Tálknafjarðarprestakalls 1991–1995 og Setbergsprestakalls 1995–2003.

Formaður Ungmennafélagsins Trausta 1979–1981. Í stjórn SÁÁ 1989–1993. Formaður Prestafélags Vestfjarða 1989–1994. Fundarritari hreppsnefndar Eyrarsveitar 1995–1997. Formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands 1999–2001. Í stjórn Byggðastofnunar 1999–2001. Í tryggingaráði 2003–2004.

Alþingismaður Vestfirðinga 2001–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2007–2009 (Samfylkingin, Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga júní 1999 og febrúar–mars 2000 (Samfylkingin).

Landbúnaðarnefnd 2001–2003, allsherjarnefnd 2007–2009, samgöngunefnd 2007–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2009.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2009 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 6. mars 2020.

Áskriftir