Katrín Fjeldsted

Katrín Fjeldsted

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1995, maí–júní 1996, mars–maí 1997 og maí–júní 1998, Reykjavíkurkjördæmis norður október og nóvember–desember 2004, desember 2006 og janúar og febrúar 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 6. nóvember 1946. Foreldrar: Lárus Fjeldsted (fæddur 30. ágúst 1918, dáinn 9. mars 1985) forstjóri og kona hans Jórunn Viðar (fædd 7. desember 1918) tónskáld. Maki (23. september 1967): Valgarður Egilsson (fæddur 20. mars 1940, dáinn 17. desember 2018) læknir. Foreldrar: Egill Áskelsson og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Börn: Jórunn Viðar (1969), Einar Vésteinn (fæddur 1973, dáinn 1979), Vésteinn (1980), Einar Steinn (1984).

Stúdentspróf frá MR 1966. Kandídatspróf í læknisfræði frá HÍ 1973. Framhaldsnám í Bretlandi 1974–1979, sérfræðingur í heimilislækningum 1980.

Læknir við heilsugæslustöðina í Fossvogi frá nóvember 1980, þar af yfirlæknir 1980–1982 og frá febrúar 1997 til ágúst 2002. Settur aðstoðarborgarlæknir 1979–1980.

Borgarfulltrúi í Reykjavík 1982–1994. Í borgarráði 1986–1994. Annar varaforseti borgarstjórnar 1985–1994. Formaður heilbrigðisráðs 1982–1990, og eftir það formaður heilbrigðisnefndar til 1994. Varaformaður umferðarnefndar 1982–1986 og umhverfismálaráðs 1990–1994. Í stjórn Sorpu 1992–1994. Formaður undirbúningsnefndar fyrir menningarviku 1993 í Glasgow „Breaking the ice“ fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Formaður Félags íslenskra heimilislækna 1995–1999. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1999 og 2000. Í CP, fastanefnd evrópskra lækna, síðan 1999.

Alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1995, maí–júní 1996, mars–maí 1997 og maí–júní 1998, Reykjavíkurkjördæmis norður október og nóvember–desember 2004, desember 2006 og janúar og febrúar 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Landbúnaðarnefnd 1999, iðnaðarnefnd 1999, félagsmálanefnd 1999, umhverfisnefnd 1999–2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 1999–2003, allsherjarnefnd 1999–2003.

Íslandsdeild VES-þingsins 1999–2003.

Æviágripi síðast breytt 10. mars 2020.

Áskriftir