Kjartan J. Jóhannsson

Kjartan J. Jóhannsson

Þingseta

Alþingismaður Ísafjarðar 1953–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1963 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Ísafjarðar) nóvember–desember 1946.

2. varaforseti efri deildar 1959–1963.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. apríl 1907, dáinn 7. janúar 1987. Foreldrar: Jóhann Ármann Jónasson (fæddur 2. janúar 1877, dáinn 31. maí 1965) úrsmiður þar og kona hans Ólöf Jónsdóttir (fædd 1. október 1883, dáin 2. nóvember 1964) húsmóðir. Maki (7. mars 1931): Jóna Breiðfjörð Ingvarsdóttir (fædd 28. desember 1907, dáin 29. júlí 1994) húsmóðir og kaupmaður. Foreldrar: Ingvar Pétursson og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir Breiðfjörð. Börn: Kjartan Birgir (1932), Ingvar Ernir (1933), Jóhann Ármann (1939), Þorbjörg Kolbrún (1943), Kristjana Sigrún (1949).

Stúdentspróf MR 1925. Læknisfræðipróf HÍ 1931. Framhaldsnám, aðallega í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, í Nürnberg í Þýskalandi 1931. Fór margar námsferðir til Evrópu og Bandaríkjanna, kynnti sér aðallega handlækningar og svæfingar, en einnig barnaverndarmál og áfengisvarnir. Sérfræðingsviðurkenning í heimilislækningum 1978.

Staðgöngumaður héraðslæknanna í Seyðisfjarðar-, Blönduós- og Stykkishólmshéruðum 1931–1932. Starfandi læknir á Ísafirði 1932–1963, jafnframt aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar, staðgöngumaður héraðs- og sjúkrahúslæknis í fjarvistum hans og sjúkrahúslæknir 1942–1946 og 1954. Héraðslæknir í Kópavogshéraði 1963–1977, heimilislæknir í Kópavogi 1978–1985. Yfirlæknir sjúkrahótels Rauða krossins 1977–1985.

Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1950–1958. Umdæmisstjóri Rotary-klúbbanna á Íslandi 1951–1952. Í tryggingaráði 1953–1971 og í áfengisvarnaráði frá stofnun ráðsins 1954–1978. Skipaður 1954 í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1956–1963. Kosinn 1959 í nefnd til þess að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks. Formaður Geðverndarfélags Íslands 1966–1975. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda 1971–1974.

Alþingismaður Ísafjarðar 1953–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1963 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Ísafjarðar) nóvember–desember 1946.

2. varaforseti efri deildar 1959–1963.

Æviágripi síðast breytt 17. febrúar 2016.