Kolbeinn Árnason

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1856–1858.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Kalmanstungu 25. nóvember 1806, dáinn 2. maí 1862. Foreldrar: Árni Þorleifsson (fæddur um 1734, dáinn 1814) bóndi þar og 2. kona hans Halldóra Kolbeinsdóttir (fædd 1767, dáin 1807) húsmóðir. Maki (20. október 1831): Ragnheiður Vigfúsdóttir (fædd 5. september 1810, dáin 20. nóvember 1876) húsmóðir. Foreldrar: Vigfús Eyjólfsson og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Dætur: Rannveig (1831), Halldóra (1832), Guðrún (1833), Ingibjörg (1835). Sonur Kolbeins og Sigríðar Vigfúsdóttur: Gestur (1840).

  Bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal 1831–1837 og á Hofstöðum í Hálsasveit frá 1837 til æviloka.

  Hreppstjóri í Hálsasveit.

  Alþingismaður Borgfirðinga 1856–1858.

  Æviágripi síðast breytt 19. febrúar 2016.