Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Skagaströnd 28. september 1949. Foreldrar: Jón Haukdal Þorgeirsson (fæddur 14. ágúst 1923) vélstjóri og kona hans María Guðrún Konráðsdóttir (fædd 11. október 1930, dáin 9. ágúst 2003) húsmóðir. Maki (4. september 1971): Þorvaldur Ásgeir Hauksson (fæddur 28. febrúar 1949) forstjóri. Foreldrar: Haukur Benediktsson og kona hans Arndís Þorvaldsdóttir. Börn: Hafrún María (1969), Arndís (1972), Karen Sif (1976), Jón Ásgeir (1989), Lísa Margrét (1990).

Sjúkraliðapróf 1971. Nám á viðskiptabraut 1982–1983. Framhaldsnám fyrir sjúkraliða í geðhjúkrun 1995.

Við búskap 1972–1978 í Þykkvabæ í Djúpárhreppi. Við hjúkrunarstörf á elli- og hjúkrunarheimilinu í Hornafirði 1978–1981, forstöðukona þess síðasta árið. Við hjúkrunarstörf í sjúkrahúsi Húsavíkur frá 1981, en hefur starfað við geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti frá 1991.

Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1983. Var á vegum Alþingis á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í Mexíkó 1985 og í Argentínu 1986. Átti sæti í öryggismálanefnd sjómanna 1984–1986. Í hreppsnefnd Kjalarneshrepps frá 1990, í stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 1994.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).

Æviágripi síðast breytt 19. febrúar 2020.

Áskriftir