Kristinn E. Andrésson

Kristinn E. Andrésson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Þingeyinga) 1942–1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Landskjörinn varaþingmaður (Suður-Þingeyinga) nóvember–desember 1950 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Helgustöðum í Reyðarfirði 12. júní 1901, dáinn 20. ágúst 1973. Foreldrar: Andrés Runólfsson (fæddur 10. nóvember 1876, dáinn 12. október 1958) bóndi og kona hans María Elísabet Níelsdóttir Beck (fædd 1. október 1870, dáin 16. júlí 1941) húsmóðir. Maki (6. október 1934) Þóra Vigfúsdóttir (fædd 26. nóvember 1897, dáin 28. maí 1980) húsmóðir. Foreldrar: Vigfús Ólafsson og 2. kona hans Sólborg Steingrímsdóttir.

Gagnfræðapróf Flensborgarskóla 1920. Stúdentspróf MR 1922. Mag. art. í íslenskum fræðum HÍ 1928. Framhaldsnám í þýskum bókmenntum í Kiel, Berlín og Leipzig 1929–1931.

Kennari við Alþýðuskólann á Hvítárbakka 1927–1929. Um skeið íslenskukennari við Kvennaskólann og Iðnskólann í Reykjavík. Bókavörður við Landsbókasafnið 1931–1932, starfaði síðan við ritstörf og bókaútgáfu til æviloka. Framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Heimskringlu frá stofnun hennar 1934 og bókmenntafélagsins Máls og menningar frá stofnun þess 1937–1971.

Var í menntamálaráði 1943–1946, í íslensk-dönsku samninganefndinni 1945– 1946, í bankaráði Búnaðarbankans 1945–1949, útvarpsráði 1949–1953. Átti sæti í alþingissögunefnd og byggingarnefnd Þjóðminjasafnsins og var í skiptanefnd skáldastyrks og listamanna 1946. Skipaður 1959 í nefnd til að vinna að endurheimt íslenskra handrita frá Danmörku.

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Þingeyinga) 1942–1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Landskjörinn varaþingmaður (Suður-Þingeyinga) nóvember–desember 1950 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Ritaði bækur, greinar og ritgerðir um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Afkastamikill rithöfundur og bókaútgefandi.

Ritstjóri: Sovétvinurinn (1933–1936). Rauðir pennar (1935–1939). Tímarit Máls og menningar (1940–1970). Tuttugu og fimm ára ráðstjórn (1942).

Æviágripi síðast breytt 19. febrúar 2016.

Áskriftir