Kristín S. Kvaran

Kristín S. Kvaran

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 5. janúar 1946, dáin 28. október 2007. Foreldrar: Stefán Guðmundsson (fæddur 30. júlí 1912, dáinn 27. ágúst 1975) innheimtumaður þar og kona hans Guðrún Benediktsdóttir (fædd 21. mars 1909, dáin 22. maí 1974) verslunarmaður. Maki 1 (16. janúar 1964): Ólafur Engilbertsson (fæddur 19. maí 1943). Foreldrar: Engilbert Kristjánsson og Sesselja Sveinsdóttir. Maki 2 (25. september 1971): Einar B. Kvaran (fæddur 9. nóvember 1947, dáinn 23. maí 2010) kerfisfræðingur. Foreldrar: Böðvar E. Kvaran og kona hans Guðrún V. Kvaran. Dóttir Kristínar og Ólafs, ættleidd af Einari: Bertha Guðrún (1964). Dætur Kristínar og Einars: Ragna Elíza (1974), Thelma Kristín (1984).

Nám í Fósturskóla Íslands 1973–1976 og við Barnevernsakademiet í Ósló 1977–1978.

Forstöðumaður dagvistarheimila hjá Reykjavíkurborg 1976–1977 og 1980–1981 og hjá Hafnarfjarðarbæ 1982–1983. Kennari í hagnýtri uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands 1978–1980. Stofnaði og gaf út bæjarblað í Garðabæ 1987–1990, Blaðið okkar, var ritstjóri þess. Vann við ríkissjónvarpið og Stöð 2 að sjónvarpsþáttum um neytendamál og umræðuþáttum á árunum 1988–1990, leysti auk þess af á fréttastofu. Kaupmaður og heildsali síðan 1990.

Átti sæti í stjórn Fóstrufélags Íslands (nú Félags íslenskra leikskólakennara) frá 1978, formaður 1980–1981. Formaður Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis 1986–1988. Í stjórn Norræna félagsins í Garðabæ frá 1987, formaður þess 1988–1994.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Sjálfstæðisflokkur).

Ritstjóri: Blaðið okkar (1987–1990).

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir