Kristján Magnusen

Kristján Magnusen

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1845 og 1849 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Skarði á Skarðsströnd 5. desember 1801, dáinn 3. júlí 1871. Foreldrar: Skúli Magnússon (fæddur 6. apríl 1768, dáinn 14. júní 1837) sýslumaður þar og kona hans Kristín Bogadóttir (fædd 24. mars 1767, dáin 9. nóvember 1851) húsmóðir. Mágur Þorvalds Sívertsens alþingismanns. Maki (24. september 1830): Ingibjörg Ebenezersdóttir (fædd 27. júlí 1812, dáin 21. nóvember 1899) húsmóðir. Foreldrar: Ebenezer Þorsteinsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Börn: Magnús Skúli Ebenezer Einar (1831), Kristín (1832), Kristín Ólína (1833), Guðrún Andriana (1835), Einar Skúli (1836), Kristjana (1838), Anna Sigríður (1839), Elínborg (1840), Ebenezer (1843), Skúli Theodór (1844), Einar (1850), Bogi (1851), Kirstína Guðrún (1853).

  Stúdent 1823 úr heimaskóla hjá Helga Thordersen síðar biskupi og alþingismanni. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1827.

  Starfaði í rentukammerinu þar til hann var skipaður 1828 sýslumaður í Snæfellsnessýslu, sat fyrst í Stykkishólmi, í Bjarnarhöfn 1830–1831, en síðan á Narfeyri til 1838. Settur amtmaður í vesturamtinu frá 1. september 1834 til 1. júní 1835. Sýslumaður í Dalasýslu 1838–1860, fluttist að Skarði 1838. Jafnframt settur sýslumaður í Strandasýslu 1847–1849, 1860–1861 og 1863–1864. Gegndi amtmannsstörfum í vesturamtinu sumarið 1851, 1861 og 1862.

  Alþingismaður Snæfellinga 1845 og 1849 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 24. febrúar 2016.