Lárus Blöndal

Lárus Blöndal

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1880–1885.

Varaforseti sameinaðs þings 1883.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Hvammi í Vatnsdal 16. (kirkjubók: 15.) nóvember 1836, dáinn 12. maí 1894. Foreldrar: Björn Blöndal (fæddur 1. nóvember 1787, dáinn 23. júní 1846) alþingismaður og kona hans Guðrún Þórðardóttir Blöndal (fædd 2. október 1797, dáin 20. ágúst 1864) húsmóðir. Bróðir Jóns Blöndals alþingismanns og tengdafaðir Jóhannesar Jóhannessonar alþingismanns. Maki (24. ágúst 1857): Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (fædd 26. febrúar 1838, dáin 11. maí 1919) húsmóðir. Foreldrar: Ásgeir Finnbogason og 1. kona hans Sigríður Þorvaldsdóttir. Börn: Ásgeir (1858), Sigríður (1865), Björn (1870), Ágúst Theódór (1871), Kristján Júlíus (1872), Guðrún (1873), Ingunn Ragnheiður (1874), Jósep (1875), Ragnheiður (1876), Jósefína Antonía (1878), Haraldur (1882).

  Stúdentspróf Lsk. 1857. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1865.

  Ritari stiftamtmanns og landfógeta 1865–1867. Sýslumaður í Dalasýslu 1867–1877, sat fyrst á Staðarfelli, en frá 1872 í Innri-Fagradal. Jafnframt settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1870–1871. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1877–1894, sat á Kornsá. Skipaður 26. febrúar 1894 amtmaður í norður- og austuramtinu frá 1. júlí að telja, andaðist þá um vorið.

  Alþingismaður Húnvetninga 1880–1885.

  Varaforseti sameinaðs þings 1883.

  Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.

  Áskriftir