Lárus E. Sveinbjörnsson

Lárus E. Sveinbjörnsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1885–1899.

Varaforseti efri deildar 1887 og 1893–1897.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Reykjavík 31. (kirkjubók: 30.) ágúst 1834, dáinn 7. janúar 1910. Foreldrar: Hans Edvard Thomsen (fæddur 3. júlí 1807, dáinn 27. apríl 1881) verslunarstjóri þar og Kirstín Cathrine Lauritzdóttir, fædd Knudsen (fædd 27. apríl 1813, dáin 8. janúar 1874) húsmóðir. Kjörsonur og stjúpsonur Þórðar Sveinbjörnssonar alþingismanns. Maki (26. ágúst 1868): Jörgine Margrethe Sigríður Guðmundsdóttir Sveinbjörnsson, fædd Thorgrimsen (fædd 25. apríl 1849, dáin 6. desember 1915) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Torfason Thorgrimsen og kona hans Sylvía Thorgrimsen, fædd Nielsen. Börn: Kirstín Sylvía (1869), Þórður Guðmundur (1871), Ásta (1874), Jón Hjaltalín (1876), Ásta Sigríður (1877), Jónína (1879).

  Stúdentspróf Lsk. 1855. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1863.

  Kennari hjá Blixen-Finecke barón í Danmörku tvö til þrjú ár. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1866–1868, sat á Eyrarbakka. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1868–1874, sat á Húsavík. Bæjarfógeti í Reykjavík og jafnframt sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1874–1878. Dómsmálaritari og 2. yfirdómari í landsyfirrétti 1878–1886, 1. yfirdómari 1886–1889, háyfirdómari 1889–1908. Bankastjóri Landsbankans frá stofnun hans 1. júlí 1886 til 1. maí 1893.

  Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1882–1888.

  Konungkjörinn alþingismaður 1885–1899.

  Varaforseti efri deildar 1887 og 1893–1897.

  Æviágripi síðast breytt 24. febrúar 2016.