Magnús Andrésson

Magnús Andrésson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1852–1864.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Efra-Seli í Hrunamannahreppi 10. nóvember 1790, dáinn 30. júní 1869. Foreldrar: Andrés Narfason (fæddur um 1761, dáinn 1. september 1826) bóndi þar og kona hans Margrét Ólafsdóttir (fædd um 1746, dáin 19. ágúst 1826) húsmóðir. Afi Ágústs Helgasonar alþingismanns og Magnúsar Andréssonar alþingismanns. Maki (30. september 1817): Katrín Eiríksdóttir (fædd 1. apríl 1792, dáin 19. maí 1866) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Vigfússon og kona hans Ingunn Eiríksdóttir. Börn: Andrés (1818), Eiríkur (1819), Magnús (1820), Margrét (1821), Helgi (1823), Sigríður (1824), Ingunn (1826), Sigurður (1827), Magnús (1831), Guðrún (1833), Sigríður (1836). Sonur Magnúsar og Sigríðar Guðmundsdóttur: Sveinn (1825).

  Bóndi á Berghyl í Hrunamannahreppi 1818–1832, í Syðra-Langholti 1832–1856, fluttist þaðan til Sigurðar sonar síns á Kópsvatni 1863 og dvaldist hjá honum til æviloka.

  Hreppstjóri frá 1818.

  Alþingismaður Árnesinga 1852–1864.

  Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.