Árni Thorsteinson

Árni Thorsteinson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1877–1905 (Heimastjórnarflokkurinn).

Forseti sameinaðs þings 1885, forseti efri deildar 1886–1887 og 1893–1903. Varaforseti efri deildar 1881–1885.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Arnarstapa á Snæfellsnesi 5. apríl 1828, dáinn 29. nóvember 1907. Foreldrar: Bjarni Thorsteinson (fæddur 31. mars 1781, dáinn 3. nóvember 1876) alþingismaður og amtmaður og kona hans Þórunn Hannesdóttir (fædd 30. júlí 1794, dáin 28. mars 1886) húsmóðir. Maki (8. september 1861): Soffía Kristjana Hannesdóttir Thorsteinson, fædd Johnsen (fædd 14. janúar 1839, dáin 21. mars 1914) húsmóðir. Foreldrar: Hannes Johnsen og kona hans Sigríður Kristín Símonardóttir. Börn: Bjarni (1862), Hannes (1863), Valgerður (1865), Þórunn (1866), Bjarni (1867), Sigríður Kristín (1869), Árni (1870), Sigríður (1872), Bjarni (1875).

    Stúdentspróf Lsk. 1847. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1854.

    Sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1856–1861. Skipaður landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík 1861, landfógeti eingöngu er embættin voru aðgreind með konungsúrskurði 31. janúar 1874, lausn 9. september 1904, enda var þá embættið lagt niður. Jafnframt settur 2. yfirdómari og dómsmálaritari í landsyfirrétti frá 1. júlí 1877 til 30. apríl 1878 og síðar frá 1. maí 1886 til 28. júlí, en var oft endranær meðdómandi í einstökum málum.

    Aðalstofnandi sparisjóðs í Reykjavík 1872 og í stjórn hans. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1875–1881. Endurskoðandi landsreikninganna 1876–1879. Einn af stofnendum Fornleifafélagsins 1879 og forseti þess til 1887.

    Konungkjörinn alþingismaður 1877–1905 (Heimastjórnarflokkurinn).

    Forseti sameinaðs þings 1885, forseti efri deildar 1886–1887 og 1893–1903. Varaforseti efri deildar 1881–1885.

    Æviágripi síðast breytt 4. apríl 2016.

    Áskriftir