Magnús Th. S. Blöndahl

Magnús Th. S. Blöndahl

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur á Tjörn á Vatnsnesi 10. september 1861, dáinn 3. mars 1932. Foreldrar: Sigfús Jónsson (fæddur 12. október 1814, dáinn 9. mars 1876) síðast prestur á Undirfelli í Vatnsdal og kona hans Sigríður Oddný Björnsdóttir Blöndal (f. 15. október 1824, dáin 23. janúar 1889) húsmóðir, dóttir Björns Blöndals alþingismanns. Bróðir Björns Sigfússonar alþingismanns. Maki (21. nóvember 1884): Guðrún Gísladóttir (fædd 23. ágúst 1859, dáin 14. nóvember 1953) húsmóðir. Foreldrar: Gísli Þormóðsson og kona hans Elín Ingimundardóttir. Börn: Sigfús (1885), Sigríður (1888), Sighvatur Ingimundur (1889), Þormóður Stefán (1891), Kristjana (1895), Kristjana (1896).

Nam trésmíðar á Akureyri og fullkomnaðist í því námi í Kaupmannahöfn 1880–1882.

Stundaði jöfnum höndum smíðar, þilskipaútgerð og verslun í Hafnarfirði 1884–1900. Fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði húsasmíðar og útgerð. Framkvæmdastjóri timburverslunarinnar Völundar 1903–1911. Rak síðan togaraútgerð, verksmiðjuiðnað og verslun. Síðari árin aðaleigandi og stjórnandi útgerðarfélagsins Sleipnis.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1906–1912. Í bankaráði Íslandsbanka 1909–1913. Í milliþinganefnd um fjármál 1911.

Alþingismaður Reykvíkinga 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.