Magnús Gíslason

Magnús Gíslason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1938–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Eydölum í Breiðdal 1. nóvember 1884, dáinn 21. september 1970. Foreldrar: Gísli Högnason (fæddur 20. júlí 1851, dáinn 18. apríl 1917) síðast bóndi og póstafgreiðslumaður á Búðum við Fáskrúðsfjörð, bróðir Ingibjargar Högnadóttur, konu Ara Brynjólfssonar alþingismanns, og kona hans Þorbjörg Magnúsdóttir (fædd 31. október 1851, dáin 18. mars 1927) húsmóðir. Föðurbróðir Davíðs Ólafssonar alþingismanns. Maki (23. október 1918): Guðrún Sigríður Jónsdóttir (fædd 27. september 1897, dáin 23. maí 1965) húsmóðir. Foreldrar: Jón Guðmundsson og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir. Börn: Guðný (1919), Þorbjörg (1921), Jón (1926), Gísli (1929).

Stúdentspróf MR 1906. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1912.

Yfirréttarmálaflutningsmaður 1913–1916 og átti þá heima á Búðum í Fáskrúðsfirði. Settur 1917 sýslumaður í Suður-Múlasýslu, sat á Búðum. Aðstoðarmaður í fjármáladeild Stjórnarráðsins 1918–1920, síðan fulltrúi til 1921, jafnframt fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1920–1921. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1919, sat á Eyrarbakka. Sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1921–1939, sat á Eskifirði. Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu 1939–1952. Endurskoðandi Eimskipafélags Íslands 1949–1962.

Skipaður 1919 í yfirfasteignamatsnefnd, 1943 formaður milliþinganefndar um launamál. Í yfirskattanefnd Reykjavíkur 1940–1962, lengst af formaður. Í happdrættisráði Háskólans 1945–1965. Skipaður 1946 formaður nefndar til að úrskurða um aukastörf o. fl., 1947 í sparnaðarnefnd, 1949 í nefnd til að endurskoða hin almennu launalög, 1953 í nefnd til að endurskoða lög um tollskrá. Einn af stofnendum Skógræktarfélags Austurlands 1935 og í stjórn þess frá upphafi.

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1938–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.