Magnús Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1865–1867.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Drumboddsstöðum 2. ágúst 1807, dáinn 28. maí 1889. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 15. maí 1779, dáinn aðfaranótt 14. nóvember 1842, féll niður um ís á Þjórsá) umboðsmaður, síðast að Stóra-Ámóti í Flóa og kona hans Halla Magnúsdóttir (fædd um 1777, dáinn 10. september 1851) húsmóðir. Bróðir Jóns Johnsens alþingismanns. Maki (6. júní 1833): Guðrún Jónsdóttir (fædd 1808, dáin 24. maí 1882) húsmóðir. Foreldrar: Jón Hjaltalín og 2. kona hans Gróa Oddsdóttir. Systir Jóns Hjaltalíns alþingismanns og landlæknis. Börn: Halla (1833), Guðrún (1834), Jón (1835), Margrét (1838), Jóhanna Guðrún (1842), Gróa (1844), Sigurður (1850).

  Bóndi á Felli í Biskupstungum 1833–1835, í Austurhlíð 1835–1861, í Bráðræði í Reykjavík frá 1861 til æviloka. Var um tíma formaður Verslunarfélags Seltirninga, síðan kaupmaður.

  Alþingismaður Reykvíkinga 1865–1867.

  Æviágripi síðast breytt 26. febrúar 2016.