Magnús Jónsson

Magnús Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1921–1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Atvinnumálaráðherra 1942.

1. varaforseti efri deildar 1937–1942.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887, dáinn 2. apríl 1958. Foreldrar: Jón Ólafur Magnússon (fæddur 10. febrúar 1856, dáinn 17. febrúar 1929) prestur þar og kona hans Steinunn Guðrún Þorsteinsdóttir (fædd 25. október 1849, dáin 23. júlí 1919) húsmóðir. Maki (1. ágúst 1912) Ingveldur Benedikta (Bennie) Lárusdóttir (fædd 10. mars 1888, dáin 14. desember 1957) húsmóðir. Foreldrar: Lárus Benediktsson, sonur Benedikts Þórðarsonar alþingismanns, og kona hans Ólafía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Pálssonar alþingismanns og prests. Systir Áslaugar konu Þorsteins Þorsteinssonar alþingsmanns. Börn: Unnur Lára (1913), Ólöf Sigríður (1916), Áslaug Inga (1924), Jón Þorsteinn (1927).

Stúdentspróf MR 1907. Las málfræði með ensku að sérgrein við Hafnarháskóla 1907–1908. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1911. Heiðursdoktor 1932 við háskólann í Tartu (Dorpat) í Eistlandi.

Stundakennari við unglingaskóla Ásgríms Magnússonar í Reykjavík 1910–1911, við barnaskólann á Ísafirði 1915–1916, við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928–1929. Þjónaði Tjaldbúðasöfnuði í Winnipeg júlí—okt. 1911. Dvaldist í Reykjavík frá árslokum 1911 til miðs sumars 1912. Prestur Garða- og Þingvallasafnaða í Norður-Dakota í Bandaríkjunum 1912–1915. Prestur á Ísafirði 1915–1917. Dósent við guðfræðideild Háskólans 1917–1928 og prófessor 1928–1942. Prófessor að nýju 1943–1952, hafði lausn frá kennskuskyldu frá 1947. Skipaður 16. maí 1942 atvinnu- og viðskiptamálaráðherra, lausn 14. nóvember 1942, en gegndi störfum áfram til 16. desember. Skipaður 1947 formaður fjárhagsráðs og gegndi því starfi uns ráðið var lagt niður 1. október 1953.

Prófdómari við Kvennaskólann í Reykjavík 1910 og 1911. Formaður Prestafélags Íslands 1920–1924. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1923–1925 og 1931–1936. Kosinn 1925 í bankamálanefnd og í Grænlandsnefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Sat í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1934–1942. Skipaður 1938 í milliþinganefnd í skattamálum. Í skilnaðarnefnd 1944. Í orðunefnd 1939–1942, 1943 í skipulagsnefnd um byggingar við Lækjargötu, í útvarpsráði 1943–1956, formaður 1943–1946 og 1953–1956, í bankaráði Landsbankans 1927–1928 og 1930–1950, formaður 1946–1950.

Alþingismaður Reykvíkinga 1921–1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Atvinnumálaráðherra 1942.

1. varaforseti efri deildar 1937–1942.

Samdi mörg rit og greinar um guðfræðiefni, sögu Íslendinga og stjórnmál.

Ritstjóri: Eimreiðin (1918–1923). Iðunn (1925–1926). Stefnir (1929–1934). Kirkjuritið (1940–1948 og 1954–1955).

Æviágripi síðast breytt 26. febrúar 2016.

Áskriftir