Ásberg Sigurðsson

Ásberg Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1970–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar og mars 1968, febrúar–mars 1969, mars–apríl og október 1972 og febrúar–maí 1974.

Æviágrip

Fæddur á Hvítárbakka í Borgarfirði 18. apríl 1917, dáinn 14. júlí 1990. Foreldrar: Sigurður Þórólfsson (fæddur 14. júní 1869, dáinn 1. mars 1929) skólastjóri þar og 2. kona hans Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir (fædd 18. október 1883, dáin 9. apríl 1969) húsmóðir. Faðir Jóns Ásbergssonar varaþingmanns, hálfbróðir Kristínar L. Sigurðardóttur alþingismanns og albróðir Áslaugar, konu Hauks Hafstaðs varaþingmanns. Maki (31. janúar 1946): Hólmfríður Solveig Jónsdóttir (fædd 3. júní 1923, dáin 9. október 2005) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Sigurlína Björnsdóttir. Börn: Ásdís (1946), Sigurlína Margrét (1948), Jón Ólafur (1950), Sigurður Pálmi (1950).

Stúdentspróf MR 1937. Lögfræðipróf HÍ 1944. Hdl. 1958.

Skrifstofustjóri Sölunefndar setuliðseigna 1944–1946, jafnframt fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Sigurðar Ólasonar febrúar 1944 til mars 1946. Bæjarstjóri á Ísafirði 1946–1948. Framkvæmdastjóri togarafélagsins Ísfirðings hf. 1949–1962. Stundaði einnig málflutning á Ísafirði þessi ár. Skrifstofustjóri Eimskipafélags Íslands í Kaupmannahöfn 1962–1964. Sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1964–1968. Borgarfógeti í Reykjavík 1968–1981. Deildarstjóri yfir hlutafélagaskrá í viðskiptaráðuneytinu 1981–1987.

Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands 1942–1943. Í stjórn Togarafélags Ísfirðinga hf. 1946–1962, formaður félagsstjórnar 1948–1953, í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda 1953–1962 og stjórn Félags íslenskra togaraeigenda 1956–1962. Fulltrúi á Fiskiþingi 1953, 1955 og 1959.

Alþingismaður Vestfirðinga 1970–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar og mars 1968, febrúar–mars 1969, mars–apríl og október 1972 og febrúar–maí 1974.

Ritstjóri: Vesturland (1948–1952).

Æviágripi síðast breytt 23. febrúar 2015.