Magnús H. Magnússon

Magnús H. Magnússon

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1978–1983 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember 1983, nóvember 1984, oktober 1985, apríl og október 1986, febrúar–mars 1987.

Félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1978–1980, jafnframt samgönguráðherra frá 1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Vestmannaeyjum 30. september 1922, dáinn 22. ágúst 2006. Foreldrar: Magnús Helgason (fæddur 8. september 1896, dáinn 10. október 1976) gjaldkeri og kona hans Magnína Jóna Sveinsdóttir (fædd 24. nóvember 1897, dáin 17. október 1982) húsmóðir. Maki 1 (23. október 1943): Guðbjörg Guðlaugsdóttir (fædd 22. september 1918, dáin 24. febrúar 1977) veitingakona. Þau skildu. Foreldrar: Guðlaugur Þórðarson og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir. Maki 2 (24. nóvember 1951): Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir (fædd 15. nóvember 1926, dáin 24. ágúst 1989) talsímakona. Foreldrar: Björn Björnsson og kona hans Ingveldur Ólína Hermannsdóttir. Synir Magnúsar og Guðbjargar: Magnús (1944), Guðlaugur Ægir (1947). Börn Magnúsar og Mörtu: Sigríður (1950), Páll (1954), Björn Ingi (1962), Helga Bryndís (1964).

Gagnfræðapróf MR 1938. Próf frá Loftskeytaskólanum 1946. Símvirkjapróf, radíótækni sérgrein, 1948, síðan framhaldsnám hjá Pósti og síma.

Sjómaður 1937–1942, m.a. á norsku fragtskipi á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Bifreiðarstjóri 1942–1945. Loftskeytamaður á togara 1946 og síðar í afleysingum. Starfaði í radíótæknideild Pósts og síma 1946–1956, verkstjóri þar 1950–1953, yfirverkstjóri 1953–1956. Stöðvarstjóri Pósts og síma í Vestmannaeyjum 1956–1966, 1975–1978 og 1983–1987. Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1966–1975. Skipaður 1. september 1978 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 15. október 1979 félags-, heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra, lausn 4. desember 1979, en gegndi störfum til 8. febrúar 1980.

Varaformaður Byggingarsamvinnufélags símamanna 1951–1954, formaður þess 1954–1956. Í yfirskattanefnd Vestmannaeyja 1957–1962. Í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja 1957–1978. Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1962–1982. Í framkvæmdastjórn Brunabótafélags Íslands frá 1966, stjórnarformaður 1980. Varaformaður Alþýðuflokksins 1980–1984.

Alþingismaður Suðurlands 1978–1983 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember 1983, nóvember 1984, oktober 1985, apríl og október 1986, febrúar–mars 1987.

Félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1978–1980, jafnframt samgönguráðherra frá 1979.

Æviágripi síðast breytt 10. febrúar 2020.