Magnús Pétursson

Magnús Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Gunnsteinsstöðum í Langadal 16. maí 1881, dáinn 8. júní 1959. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 31. desember 1850, dáinn 28. apríl 1922) bóndi þar, síðar veitingamaður á Sauðárkróki og kaupmaður á Blönduósi og kona hans Anna Guðrún Magnúsdóttir (fædd 31. ágúst 1851, dáin 16. janúar 1938) húsmóðir. Maki 1 (22. júlí 1910): Þorbjörg Sighvatsdóttir (fædd 14. nóvember 1888, dáin 30. apríl 1914) húsmóðir. Foreldrar: Sighvatur Bjarnason og kona hans Ágústa Sigfúsdóttir, systir Björns Sigfússonar alþingismanns og Magnúsar Th. S. Blöndahls alþingismanns. Maki 2 (19. nóvember 1921): Kristín Guðný Guðlaugsdóttir (fædd 11. september 1900, dáin 21. mars 1972) húsmóðir. Foreldrar: Guðlaugur Guðmundsson alþingismaður og kona hans Olivia Maria Suenson. Sonur Magnúsar og Þorbjargar: Pétur (1911). Börn Magnúsar og Kristínar: Anna Guðrún (1921), Guðmundur (1922), Eva María (1926), Margrét (1929).

Stúdentspróf Lsk. 1904. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1909. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Danmörku 1909–1910. Fór utan 1920 í þágu milliþinganefndar um berklavarnir. Námsför til Hamborgar 1928–1929.

Héraðslæknir í Strandahéraði 1909–1922, sat á Hólmavík. Póstafgreiðslumaður á Hólmavík 1910–1922. Bæjarlæknir í Reykjavík, síðar héraðslæknir 1922–1949. Læknir við heilsuverndarstöð Líknar og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1926–1958.

Sat í bankaráði Íslandsbanka 1914–1917. Í fullveldisnefnd 1917 og 1918. Skipaður 1919 í milliþinganefnd um berklavarnir. Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna frá 1. janúar 1935 til æviloka. Formaður Læknafélags Íslands frá 1933–1951. Í læknaráði frá stofnun þess 1942–1951.

Alþingismaður Strandamanna 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Ritstjóri: Læknablaðið (1926–1928).

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.