Magnús Stefánsson

Magnús Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1995–1999 og 2001–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands október 2000 og janúar–febrúar 2001.

Félagsmálaráðherra 2006–2007.

5. varaforseti Alþingis 2007–2008.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. október 1960. Foreldrar: Stefán Jóhann Sigurðsson (fæddur 17. september 1937, dáinn 28. október 2015) svæðisstjóri og kona hans Guðrún Alexandersdóttir (fædd 14. ágúst 1935) skrifstofumaður. Maki (2. júlí 1988): Sigrún Drífa Óttarsdóttir (fædd 9. júní 1965) bankastarfsmaður. Foreldrar: Óttar Guðlaugsson og kona hans Bára Guðmundsdóttir. Börn: Guðrún (1987), Guðmundur (1991).

Samvinnuskólapróf 1980. Stúdentspróf Samvinnuskóla 1987. Rekstrarfræðipróf Samvinnuháskólanum 1990.

Starfsmaður búvörudeildar SÍS 1980–1981. Kennari við Grunnskóla Ólafsvíkur 1981–1982. Bæjarritari í Ólafsvík 1982–1985. Sjómennska 1987–1988. Sveitarstjóri í Grundarfirði 1990–1995. Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi 1999–2001. Skipaður 15. júní 2006 félagsmálaráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

Í héraðsnefnd Snæfellinga 1990–1995, formaður 1991–1995. Í stjórn Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. 1992–1995 og í stjórn Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. 1992–1996. Í atvinnumálanefnd Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi 1994–1995. Í stjórn Pósts og síma hf. 1996–1998, í stjórn Landssíma Íslands hf. 1998–2002. Í stjórn Rariks 1997–1999. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1995–1999.

Alþingismaður Vesturlands 1995–1999 og 2001–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands október 2000 og janúar–febrúar 2001.

Félagsmálaráðherra 2006–2007.

5. varaforseti Alþingis 2007–2008.

Samgöngunefnd 1995–1999, 2001–2003, 2004–2006 og 2008, landbúnaðarnefnd 1995–1999 og 2003–2006, félagsmálanefnd 1995–1999 og 2001–2003, utanríkismálanefnd 2001–2004 og 2006 (varaformaður 2001–2003 og 2006), heilbrigðis- og trygginganefnd 2001, umhverfisnefnd 2001–2003 (formaður) og 2004–2005, fjárlaganefnd 2003–2006 (formaður) og 2008–2009, kjörbréfanefnd 2003–2009, efnahags- og skattanefnd 2007–2008, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1995–1999, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2001–2003 (form.), Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2002–2006, Íslandsdeild NATO-þingsins 2003–2006 og 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 10. febrúar 2020.

Áskriftir