Matthías Bjarnason

Matthías Bjarnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1963–1967, alþingismaður Vestfirðinga 1967–1995 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1974–1978, heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra 1983–1985, samgöngu- og viðskiptaráðherra 1985–1987.

Forseti neðri deildar 1991.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 15. ágúst 1921, dáinn 28. febrúar 2014. Foreldrar: Bjarni Bjarnason (fæddur 17. maí 1881, dáinn 6. jan. 1960) sjómaður þar, síðar vegaverkstjóri og kona hans Auður Jóhannesdóttir (fædd 26. apríl 1882, dáin 28. desember 1968) húsmóðir. Maki (30. apríl 1944): Kristín Ingimundardóttir (fædd 4. maí 1924, dáin 11. júní 2003) húsmóðir. Foreldrar: Ingimundur Þ. Ingimundarson og kona hans María Helgadóttir. Börn: Auður (1945), Hinrik (1946).

Gagnfræðapróf Ísafirði 1937. Verslunarpróf VÍ 1939.

Skrifstofustörf hjá Björgvin hf. á Ísafirði 1940–1942. Framkvæmdastjóri Vestfjarðabátsins hf. á Ísafirði 1942–1943. Framkvæmdastjóri Djúpbátsins hf. 1943–1968. Framkvæmdastjóri Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga 1960–1974, í stjórn félagsins frá 1960. Rak verslun á Ísafirði 1944–1973. Framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kögurs 1959–1966. Skipaður 28. ágúst 1974 sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. september. Skipaður 26. maí 1983 heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra, lausn 16. október 1985. Skipaður sama dag samgöngu- og viðskiptaráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

Formaður FUS á Ísafirði 1942–1946. Formaður Sjálfstæðisfélags Ísfirðinga 1945–1950. Formaður Fjórðungssambands sjálfstæðismanna á Vestfjörðum 1955–1961. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði 1960–1968. Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1946–1970, forseti bæjarstjórnar 1950–1952. Í stjórn útgerðarfélagsins Ísfirðings hf. 1947–1959, formaður 1950–1959. Í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða 1958–1972. Í stjórn Útvegsmannafélags Ísfirðinga 1960–1963. Í stjórn Útvegsmannafélags Vestfirðinga 1963–1970. Í stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna 1962–1974. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1966. Formaður stjórnar Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum 1967–1974 og 1979–1983. Í stjórn Sandfells hf. á Ísafirði síðan 1965, formaður síðan 1970. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1970–1991. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1969–1974. Í stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs 1970–1971. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1974 og 1978–1983. Í stjórnarskrárnefnd sem skipuð var 1979, formaður nefndarinnar frá nóvember 1983. Í stjórn Grænlandssjóðs 1981–1990, formaður stjórnarinnar. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1981–1983. Í stjórn Byggðastofnunar 1987–1995, formaður frá 1994. Í Hrafnseyrarnefnd frá 1987.

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1963–1967, alþingismaður Vestfirðinga 1967–1995 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1974–1978, heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra 1983–1985, samgöngu- og viðskiptaráðherra 1985–1987.

Forseti neðri deildar 1991.

Æviminningar: Járnkarlinn, skráðar af Örnólfi Árnasyni, komu út 1993. Gaf út rit: Ísland frjálst og fullvalda ríki, í tilefni 75 ára afmælis fullveldisins (1993).

Ritstjóri: Vesturland (1953–1959).

Æviágripi síðast breytt 6. febrúar 2020.

Áskriftir