Matthías Á. Mathiesen

Matthías Á. Mathiesen

Þingseta

Alþingismaður Hafnfirðinga 1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1991 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Fjármálaráðherra 1974–1978, viðskiptaráðherra 1983–1985, utanríkisráðherra 1986–1987, samgönguráðherra 1987–1988.

Forseti neðri deildar 1970–1971. 2. varaforseti neðri deildar 1967–1970.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 6. ágúst 1931, dáinn 9. nóvember 2011. Foreldrar: Árni Matthías Mathiesen (fæddur 27. júlí 1903, dáinn 8. apríl 1946) lyfjafræðingur, síðar kaupmaður, og kona hans Svava E. Mathiesen (fædd 28. júlí 1906, dáin 23. mars 1995) húsmóðir, dóttir Einars Þorgilssonar alþingismanns. Faðir Árna M. Mathiesens alþingismanns og ráðherra. Maki (10. apríl 1956): Sigrún Þ. Mathiesen (fædd 27. desember 1931, dáin 3. september 2013) húsmóðir. Foreldrar: Þorgils Guðmundsson og kona hans Halldóra Sigurðardóttir. Börn: Árni Matthías (1958), Halldóra (1960), Þorgils Óttar (1962).

Stúdentspróf MR 1951. Lögfræðipróf HÍ 1957. Hdl. 1961. Hrl. 1967.

Starfsmaður í atvinnumálaráðuneytinu 1. júní 1957 til 1. ágúst 1958. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. ágúst 1958 til 1. ágúst 1967. Rak málflutningsskrifstofu í Hafnarfirði 1967–1974 og aftur frá 1991. Skipaður 28. ágúst 1974 fjármálaráðherra, lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. sept. Skipaður 26. maí 1983 viðskiptaráðherra, ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráðherra um norræn málefni, lausn 16. okt. 1985. Skipaður 24. janúar 1986 utanríkisráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 samgönguráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september.

Formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, 1952–1955. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði 1962–1966. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1965–1991. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1961–1974 og 1981–1983. Í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1965–1983 og síðan 1986, formaður frá 1967. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1963–1967. Í Norðurlandaráði 1962, 1965–1974 og 1980–1983, forseti ráðsins 1970–1971 og 1980–1981, formaður Íslandsdeildar ráðsins 1970–1971, 1973–1974 og 1979–1982. Formaður samstarfsráðherra Norðurlanda 1984–1985. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1963–1969, 1972 og 1978, formaður íslensku sendinefndarinnar 1964–1968 og forseti samtakanna 1967–1968. Í öryggismálanefnd ríkisins 1979–1983. Í bankaráði Alþjóðabankans 1983–1985. Formaður íslensku sendinefndarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1986. Formaður íslensku sendinefndarinnar á ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu í Vínarborg 1986. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1989–1991. Fulltrúi Alþingis á stofnfundi þingmannasamtaka RÖSE-ríkjanna í Madrid 1991. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 1993–2003. Formaður þjóðhátíðarnefndar 50 ára lýðveldis á Íslandi 1994.

Alþingismaður Hafnfirðinga 1959, alþingismaður Reyknesinga 1959–1991 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Fjármálaráðherra 1974–1978, viðskiptaráðherra 1983–1985, utanríkisráðherra 1986–1987, samgönguráðherra 1987–1988.

Forseti neðri deildar 1970–1971. 2. varaforseti neðri deildar 1967–1970.

Samdi auk margs annars ritið: Um forsendur og framkvæmd íslenskrar utanríkisstefnu, einnig gefið út á ensku: Foreign Policy, Principle and Practise (1986).

Æviágripi síðast breytt 6. febrúar 2020.

Áskriftir