Matthías Ólafsson

Matthías Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1911–1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Haukadal í Dýrafirði 25. júní 1857, dáinn 8. febrúar 1942. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 11. júní 1819, dáinn 31. desember 1899) bóndi þar og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 16. maí 1823, dáin 24. júní 1911) húsmóðir. Bróðir Jóhannesar Ólafssonar alþingismanns. Maki (21. september 1888) Marsibil Ólafsdóttir (fædd 4. september 1869, dáin 24. júlí 1964) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Pétursson og kona hans Þórdís Ólafsdóttir. Börn: Lilja (1889), Sigurbjörg Hulda (1891), Sigríður (1893), Andrés Pétursson (1895), Haukur (1897), Ólafur Haukur (1898), Hlíf (1899), Áslaug (1900), Jón Friðrik (1901), Ingólfur (1903), Þórdís Áslaug (1904), Knútur (1905), Örn Hauksteinn (1907), Ingibjörg Auður (1911), Helga Kristjana (1915).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1882.

Verslunarstörf í Haukadal 1882–1889 og á Flateyri 1889–1890, stundaði jafnframt kennslu. Stofnaði með öðrum í Haukadal fyrsta barnaskóla í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1885 og kenndi sjálfur við hann til 1889. Kaupmaður í Haukadal 1892–1897, verslunarstjóri þar 1897–1908, kaupmaður að nýju 1908–1914. Fluttist til Reykjavíkur 1914 og gerðist erindreki Fiskifélags Íslands. Ferðaðist í markaðsleit á vegum Fiskifélags og ríkisstjórnar um Bandaríkin 1917–1918 og 1918–1919, um Ítalíu og Spán 1919–1920. Gjaldkeri Landsverslunar 1920–1928. Forstöðumaður vöruskömmtunarskrifstofu ríkisstjórnarinnar 1920–1921. Starfsmaður hjá Olíuverslun Íslands 1928–1935. Fluttist þá til Borgarness.

Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1914–1921.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1911–1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir