Ólafur G. Einarsson

Ólafur G. Einarsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1971–1974, 1978–1979, 1983–1987, alþingismaður Reyknesinga 1974–1978, 1979–1983 og 1987–1999 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1991–1995.

Forseti Alþingis 1995–1999.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1979–1991.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 7. júlí 1932, dáinn 27. apríl 2023. Foreldrar: Einar Kristjánsson (fæddur 21. júlí 1898, dáinn 27. október 1960) lyfjasveinn þar, síðar forstjóri á Akureyri og síðast í Reykjavík og kona hans Ólöf Ísaksdóttir (fædd 21. september 1900, dáin 1. maí 1987) húsmóðir. Maki (24. desember 1955): Ragna Bjarnadóttir (fædd 21. nóvember 1931, dáin 20. janúar 2015) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og kona hans Guðfinna Guðnadóttir. Dóttir: Ásta Ragnhildur (1968).

Stúdentspróf MA 1953. Nám í læknisfræði 1953–1955. Lögfræðipróf HÍ 1960. Hdl. 1977.

Sveitarstjóri í Garðahreppi 1960–1972, oddviti hreppsnefndar 1972–1975 og forseti bæjarstjórnar 1976–1978. Skipaður 30. apríl 1991 menntamálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl.

Í hreppsnefnd Garðahrepps 1966–1975 og í bæjarstjórn Garðabæjar 1976–1978, oddviti hreppsnefndar 1972–1975, forseti bæjarstjórnar 1976–1978. Varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 1967–1978. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969–1971 og 1980–1991, í framkvæmdastjórn flokksins 1981–1991. Umdæmisstjóri Rotary á Íslandi 1969–1970. Í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 1971–1978. Í stjórn Brunamálastofnunar ríkisins 1968–1982. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1974–1978 og 1983–1987. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1974–1983. Varaformaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja 1975–1981 og 1984–1988. Formaður tryggingaráðs 1983–1987. Í stjórn Sjóminjasafns Íslands 1983–1987. Í Norðurlandaráði 1983–1991. Formaður Þingvallanefndar 1988–1991. Varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1983–1986, formaður 1986–1991. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 1998–2007, formaður 2001–2006. Formaður Hjálparstarfs kirkjunnar 1998–2000. Formaður orðunefndar 2003–2010. Heiðursborgari Garðabæjar 2010.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1971–1974, 1978–1979, 1983–1987, alþingismaður Reyknesinga 1974–1978, 1979–1983 og 1987–1999 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1991–1995.

Forseti Alþingis 1995–1999.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1979–1991.

Æviágripi síðast breytt 2. maí 2023.

Áskriftir