Ásgeir Bjarnason

Ásgeir Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1949–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1973–1974, forseti sameinaðs þings 1974–1978. 2. varaforseti efri deildar 1971–1973.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ásgarði í Dalasýslu 6. september 1914, dáinn 29. desember 2003. Foreldrar: Bjarni Jensson (fæddur 14. maí 1865, dáinn 21. ágúst 1942) bóndi og hreppstjóri þar, móðurbróðir Bjarna Guðbjörnssonar alþingismanns, og 1. kona hans Salbjörg Jónea Ásgeirsdóttir (fædd 24. nóvember 1871, dáin 29. ágúst 1931) ljósmóðir og húsmóðir. Maki 1 (16. júní 1945): Emma Benediktsdóttir (fædd 29. ágúst 1916, dáin 31. júlí 1952) húsmóðir. Foreldrar: Benedikt Ingimundarson og kona hans Lilja Magnúsdóttir. Maki 2 (22. apríl 1954): Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 4. mars 1925, dáin 6. desember 2009) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Lýðsson og kona hans Anna Halldórsdóttir. Synir Ásgeirs og Emmu: Bjarni (1949), Benedikt (1951).

Héraðsskólapróf Reykholti 1934. Búfræðipróf Hólum 1937. Próf við Statens småbrukslærerskule í Sem í Asker í Noregi 1940.

Starfsmaður við Vollebekk-tilraunastöð búnaðarháskólans í Ási í Noregi og við Statens Centrala Frökontrollanstalt í grennd við Stokkhólm 1941–1942. Bóndi í Ásgarði 1943–1983.

Bókari Sparisjóðs Dalasýslu 1944–1956. Í hreppsnefnd Hvammshrepps 1945–1950 og 1956–1978. Hreppstjóri Hvammshrepps 1956–1984. Formaður Búnaðarsambands Dalamanna frá stofnun þess 1947–1974 og fulltrúi þess á Búnaðarþingi 1950–1986. Endurskoðandi Brunabótafélags Íslands 1950–1994. Í Norðurlandaráði 1954–1956, 1960–1967 og 1974–1978. Í tryggingaráði 1963–1974 og Rannsóknaráði ríkisins 1965–1974. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1965–1968. Í sýslunefnd Dalasýslu 1967–1989. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1971–1987. Í endurskoðunarnefnd ábúðarlaga 1971 og annarri ábúðarlaganefnd 1975. Í stjórn Lífeyrissjóðs bænda 1975–1991 og Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1971–1985. Í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar 1975–1983.

Alþingismaður Dalamanna 1949–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1973–1974, forseti sameinaðs þings 1974–1978. 2. varaforseti efri deildar 1971–1973.

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.

Áskriftir