Ólafur Johnsen

Ólafur Johnsen

Þingseta

Þjóðfundarmaður Barðstrendinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 8. janúar 1809, dáinn 17. apríl 1885. Foreldrar: Einar Jónsson (fæddur 1775, dáinn 11. ágúst 1839) stúdent, síðar kaupmaður í Reykjavík og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir (fædd 14. júní 1776, dáin 22. apríl 1837) húsmóðir. Bróðir Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar forseta og alþingismanns. Maki (28. desember 1837): Sigríður Þorláksdóttir (fædd 23. maí 1816, dáin 26. maí 1875) húsmóðir. Foreldrar: Þorlákur Loftsson og kona hans Sigríður Markúsdóttir. Börn: Þorlákur (1838), Ingveldur (1839), Sigríður (1840), Einar (1841), Pétur (1842), Einar (1844), Sigríður (1845), Jóhannes (1847), Ástríður (1848), Guðrún (1850), Guðrún (1852), Ástríður (1853), Jóhannes Davíð (1855), Sigríður Ástríður (1857), Einar Jón (1858), Pétur (1860).

  Stúdent 1831 hjá Árna Helgasyni í Görðum á Álftanesi. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1837.

  Prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd 1837–1840, á Stað á Reykjanesi 1840– 1884. Prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1860–1878.

  Þjóðfundarmaður Barðstrendinga 1851.

  Æviágripi síðast breytt 1. mars 2016.