Ólafur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1858–1864.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Ytra-Hóli á Skagaströnd 5. október 1811, dáinn 19. október 1873. Foreldrar: Jón Pétursson (fæddur 7. september 1777, dáinn 8. desember 1842) síðar prófastur í Steinnesi og kona hans Elísabet Björnsdóttir (fædd um 1782, dáin 16. febrúar 1851) húsmóðir. Bróðir Halldórs Jónssonar alþingismanns og mágur Sveins Níelssonar alþingismanns og Þórarins Böðvarssonar alþingismanns. Maki (31. júlí 1835): Oddný Ólafsdóttir (fædd 5. júní 1811, dáin 8. janúar 1893) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Björnsson og kona hans Gróa Ólafsdóttir. Börn: Jón (1836), Elísabet (1837), Gróa (1839), Þórunn (1840), Ólafur (1841), Oddný (1842), Sigríður (1844), Elín (1845), Björn (1846), Böðvar (1848), Guðrún (1849), Elín (1851), Böðvar (1852), Björn (1854).

    Bóndi á Stóru-Giljá 1837–1844, á Sveinsstöðum í Þingi 1844–1873.

    Alþingismaður Húnvetninga 1858–1864.

    Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

    Áskriftir