Ólafur Sigurðsson

Ólafur Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1864–1869.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Ási í Hegranesi 19. september 1822, dáinn 11. júlí 1908. Foreldrar: Sigurður Pétursson (fæddur 9. janúar 1790, dáinn 23. mars 1857) bóndi þar og kona hans Þórunn Ólafsdóttir (fædd 6. nóvember 1795, dáin 4. nóvember 1871) húsmóðir. Maki (23. maí 1854): Sigurlaug Gunnarsdóttir (fædd 29. mars 1828, dáin 20. júlí 1905) húsmóðir. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir. Börn: Jón (1855), Sigurður (1856), Ingibjörg (1857), Gunnar (1859), Pétur (1861), Björn (1862), Guðmundur (1863), Pétur (1866), Þórunn (1870), Þorvaldur (1872).

    Bóndi í Ási 1854–1897, er synir hans tóku við jörðinni, en átti þar áfram heima til æviloka. Umboðsmaður Reynistaðarklaustursjarða 1869–1888.

    Oddviti Rípurhrepps 1874–1883 og 1888–1896.

    Alþingismaður Skagfirðinga 1864–1869.

    Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

    Áskriftir