Ásgeir Einarsson

Ásgeir Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1845–1865 (varaþingmaður 1865) og 1880–1885, alþingismaður Húnvetninga 1875–1880. Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Kollafjarðarnesi 23. júlí 1809, dáinn 15. nóvember 1885. Foreldrar: Einar Jónsson (fæddur 9. júlí 1754, dáinn 6. desember 1845) bóndi þar og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir (fædd um 1777, dáin 31. júlí 1861) húsmóðir. Bróðir Torfa Einarssonar alþingismanns. Maki (26. júní 1838): Guðlaug Jónsdóttir (fædd 1813, dáin 9. febrúar 1887) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Ingunn Gunnlaugsdóttir. Systir Ingunnar konu Magnúsar Ólsens alþingismanns. Sonur: Jón (1839).

  Bóndi í Kollafjarðarnesi 1839–1861, á Þingeyrum 1861–1863, í Ásbjarnarnesi 1863–1867 og aftur á Þingeyrum frá 1867 til æviloka.

  Alþingismaður Strandamanna 1845–1865 (varaþingmaður 1865) og 1880–1885, alþingismaður Húnvetninga 1875–1880. Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.

  Æviágripi síðast breytt 23. febrúar 2015.