Ólafur J. Thorlacius

Ólafur J. Thorlacius

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1903–1908 (Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Saurbæ í Eyjafirði 11. mars 1869, dáinn 28. febrúar 1953. Foreldrar: Jón Einarsson Thorlacius (fæddur 10. ágúst 1816, dáinn 12. september 1872) prestur þar og 2. kona hans Kristín Rannveig Tómasdóttir Thorlacius (fædd 6. nóvember 1834, dáin 5. desember 1921) húsmóðir. Hálfbróðir Einars Thorlaciusar alþingismanns, faðir Kristjáns Thorlaciusar varaþingmanns. Maki (2. september 1898): Ragnhildur Pétursdóttir Thorlacius, fædd Eggerz (fædd 31. október 1879, dáin 14. júní 1963) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Eggerz og 2. kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Systir Guðmundar Eggerz alþingismanns og Sigurðar Eggerz alþingismanns og ráðherra. Börn: Kristín (1899), Sigurður (1900), Kristín (1901), Ragnhildur (1905), Erlingur (1906), Birgir (1913), Kristján (1917).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1883. Stúdentspróf Lsk. 1889. Nam læknisfræði við Hafnarháskóla, síðar við Læknaskólann í Reykjavík, læknisfræðipróf 1896. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1896–1897.

Staðgöngumaður héraðslæknis á Suðurnesjum sumarið 1896. Læknir í Berufjarðarhéraði 1897–1928, 1905 og 1911 jafnframt settur um tíma til að þjóna Hornafjarðarhéraði, bjó á Búlandsnesi. Fluttist 1928 til Reykjavíkur og þá ráðinn eftirlitsmaður með berklahælum og berklavörnum. Lyfsölustjóri 1931–1939 og jafnframt eftirlitsmaður lyfjabúða.

Í hreppsnefnd Geithellnahrepps í 20 ár, oddviti 15 ár, í sýslunefnd Suður-Múlasýslu fjögur ár.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1903–1908 (Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 1. mars 2016.