Óskar E Levy

Óskar E Levy

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1966–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra apríl–maí og október–desember 1965, apríl 1968, maí 1969 og október 1970.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ósum á Vatnsnesi 23. febrúar 1913, dáinn 15. mars 1999. Foreldrar: Eggert Jónsson Levy (fæddur 30. mars 1875, dáinn 28. nóvember 1953) bóndi þar og kona hans Ögn Guðmannsdóttir Levy (fædd 1. júlí 1877, dáin 28. febrúar 1955) húsmóðir. Maki (31. ágúst 1954): Sesselja Hulda Eggertsdóttir (fædd 19. apríl 1936) húsmóðir. Foreldrar: Eggert Eggertsson og kona hans Jónína Pétursdóttir. Börn: Jónína Edda (1951), Guðmann Agnar (1955), Knútur Arnar (1969). Sonur Óskars og Valgerðar Guðmundsdóttur: Eggert (1937).

Starfaði á búi foreldra sinna á Ósum, uns hann tók við jörð og búi 1948, og bjó þar síðan.

Hreppstjóri Þverárhrepps 1950–1983 og sýslunefndarmaður mörg ár. Í sauðfjársjúkdómanefnd 1960–1983, formaður eitt kjörtímabil.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1966–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra apríl–maí og október–desember 1965, apríl 1968, maí 1969 og október 1970.

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2020.

Áskriftir