Páll Hallgrímsson

Páll Hallgrímsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1942 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Reykhúsum í Eyjafirði 6. febrúar 1912, dáinn 3 desember 2005. Foreldrar: Hallgrímur Kristinsson (fæddur 6. júlí 1876, dáinn 30. janúar 1923) forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, bróðir Sigurðar Kristinssonar ráðherra, og kona hans María Jónsdóttir (fædd 19. ágúst 1874, dáin 2. júní 1954) húsmóðir. Maki 1 (17. janúar 1945): Áslaug Þórdís Símonardóttir (fædd 27. mars 1910, dáin 24. október 1987) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Símon Jónsson og kona hans Sigríður Sæmundsdóttir. Maki 2 (1974): Aðalheiður Svava Steingrímsdóttir (fædd 8. september 1921, dáin 31. júlí 2014) húsmóðir. Foreldrar: Steingrímur Davíðsson, afabróðir Davíðs Oddssonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Helga Jónsdóttir. Dóttir Páls og Áslaugar: Drífa (1945).

  Stúdentspróf MA 1931. Lögfræðipróf HÍ 1936.

  Lögfræðistörf og endurskoðun hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1936–1937. Sýslumaður í Árnessýslu 1937–1982, jafnframt bæjarfógeti á Selfossi 1978–1982.

  Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 1939–1968, formaður frá 1960. Í stjórn Félags héraðsdómara, síðar Dómarafélags Íslands 1945–1966, formaður 1961–1964. Formaður Þorlákshafnarnefndar 1946–1966. Í Geysisnefnd frá stofnun hennar 1953 fram yfir 1980. Skipaður 1956 formaður nefndar til þess að rannsaka ástand í fangahúsamálum og gera tillögur til úrbóta. Í yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis 1959–1983. Í skólanefnd Héraðsskólans á Laugarvatni 1959–1970. Kjörinn endurskoðandi Sambands íslenskra samvinnufélaga 1951–1957. Formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands 1971–1983. Í stjórn Sýslumannafélags Íslands frá stofnun þess 1964–1966 og 1972–1978, formaður 1964–1966 og 1972–1973.

  Alþingismaður Árnesinga 1942 (Framsóknarflokkur).

  Æviágripi síðast breytt 4. mars 2016.