Ásgeir Hannes Eiríksson

Ásgeir Hannes Eiríksson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1989–1991 (Borgaraflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1988.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. maí 1947, dáinn 14. febrúar 2015. Foreldrar: Eiríkur Ketilsson (fæddur 29. nóvember 1924, dáinn 16. nóvember 1999) stórkaupmaður þar og Sigríður Ásgeirsdóttir (fædd 14. apríl 1927, dáin 2. ágúst 2007) lögfræðingur. Maki (14. apríl 1974): Valgerður Hjartardóttir (fædd 12. mars 1951) húsmóðir. Foreldrar: Hjörtur Gunnar Sigurðsson og kona hans Sigrún Helga Gísladóttir. Börn: Sigríður Elín (1976), Sigurður Hannes (1982), Sigrún Helga (1989).

Verslunarskólapróf VÍ 1967 og próf við Hótel- og veitingaskóla Íslands 1971.

Verslunarmaður í Reykjavík.

Forseti Sambands dýraverndunarfélaga á Íslandi 1973–1974. Í stjórn samtakanna Gamli miðbærinn 1985–1988. Formaður Karatefélags Reykjavíkur 1974–1975. Í stjórn Verndar 1980–1983, SÁÁ 1987–1989, Krýsuvíkursamtakanna frá 1990 og Félags áhugamanna um frjálsan útvarpsrekstur 1980–1984. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1989–1991. Var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1990. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1990–1991. Í stjórn Vináttufélags Íslands og Litháens 1992–1994.

Alþingismaður Reykvíkinga 1989–1991 (Borgaraflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1988.

Hefur samið bækur, skrifað vikulega frá 1992 pistla í Tímann og hundruð greina í önnur blöð.

Ritstjóri: Breiðholt (1975–1977). 200 Miles (1976). Borgarinn (1989–1991).

Æviágripi síðast breytt 3. nóvember 2017.