Páll Melsteð

Páll Melsteð

Þingseta

Þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851. Alþingismaður Snæfellinga 1858–1864.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 13. nóvember 1812, dáinn 9. febrúar 1910. Foreldrar: Páll Melsteð (fæddur 31. mars 1791, dáinn 9. maí 1861) alþingismaður og 1. kona hans Anna Sigríður Stefánsdóttir Melsteð (fædd 20. maí 1790, dáin 8. júní 1844). Bróðir Sigurðar Melsteðs alþingismanns. Maki 1 (30. desember 1840): Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð (fædd 14. maí 1816, dáin 21. ágúst 1858) húsmóðir. Foreldrar: Ísleifur Einarsson og 2. kona hans Sigríður Gísladóttir. Maki 2 (13. nóvember 1859): Þóra (Thora) Charlotte Amalie Grímsdóttir Melsteð (fædd 18. desember 1823, dáin 21. apríl 1919) húsmóðir. Foreldrar: Grímur Jónsson og kona hans Birgitte Cecilie, fædd Breum. Börn Páls og Jórunnar: Sigríður (1841), Sigríður (1842), Páll (1844), Anna Sigríður (1845), Ísleifur Einarsson (1847), Guðrún Ingibjörg (1849), Guðlaug (1852), Guðrún (1854).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1834. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1857.

  Bóndi á Brekku á Álftanesi 1841–1844, kenndi þar börnum og unglingum. Dvaldist í Hjálmholti, heimili föður síns 1844–1846, fluttist þá til Reykjavíkur. Settur sýslumaður í Árnessýslu í fjarveru föður síns 1845–1846 og 1848–1849. Ritari konungsfulltrúa á Alþingi 1845–1849. Forstöðumaður Landsprentsmiðjunnar 1846–1848. Settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1849–1854, sat fyrst í Stykkishólmi, síðan að Búðum og loks í Bjarnarhöfn, settur jafnframt sýslumaður í Mýra- og Hnappadalssýslu 1853–1855. Settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1858–1862. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1862–1886. Stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík 1847–1848 og 1869–1894, fastur kennari 1886–1894. Stofnaði ásamt síðari konu sinni, Þóru Melsteð, Kvennaskólann í Reykjavík 1874 og kenndi við hann til 1889.

  Þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851. Alþingismaður Snæfellinga 1858–1864.

  Samdi kennslubækur í mannkynssögu. Endurminningar, ritaðar af honum sjálfum, komu út 1912.

  Ritstjóri: Reykjavíkurpósturinn (1847–1848). Víkverji (1873–1874).

  Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

  Áskriftir