Páll Pálsson

Páll Pálsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Skaftfellinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Gufunesi 17. maí 1797, dáinn 1. nóvember 1861, á ferð í Þykkvabæ í Landbroti. Foreldrar: Páll Jónsson (fæddur 29. mars 1737, dáinn 8. febrúar 1819) klausturhaldari þar og 2. kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir (fædd um 1766, dáin 24. ágúst 1840) húsmóðir. Faðir Ólafs alþingismanns á Höfðabrekku og Páls alþingismanns í Þingmúla, afi Gísla Sveinssonar alþingismanns og Jóns Þorkelssonar alþingismanns. Maki 1 (7. apríl 1818): Matthildur Teitsdóttir (fædd 27. september 1795, dáin 16. maí 1850) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Teitur Þórðarson og kona hans Ástríður Ingimundardóttir. Maki 2 (24. maí 1844): Guðríður Jónsdóttir (fædd 1. október 1809, dáin 1. desember 1888) húsmóðir. Foreldrar: Jón Magnússon og kona hans Guðríður Oddsdóttir. Börn Páls og Matthildar: Guðrún (1818), Sigríður (1819), Ragnheiður (1820), Valgerður (1821), Guðný (1822), Guðný (1823), Páll (1824), Þorgils (1826), Magnús (1827), Ólafur (1828), Ólafur (1830), Þorgerður (1831), Jón (1832), Matthildur (1838). Börn Páls og Guðríðar: Páll (1836), Guðrún (1844), Guðríður (1845), Helga (1846), Helga (1848).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1815. Lagði síðan stund á lögfræði og guðfræði í Hafnarháskóla um hríð, en lauk ekki prófi.

  Vígðist 1820 aðstoðarprestur Bergs Jónssonar að Kirkjubæjarklaustri, fékk prestakallið við uppgjöf hans 1823 og hélt til æviloka. Sat fyrst á Prestsbakka, en í Hörgsdal á Síðu frá 1830 til æviloka. Skipaður 1830 prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi.

  Þjóðfundarmaður Skaftfellinga 1851.

  Æviágripi síðast breytt 8. mars 2016.