Páll Pálsson

Páll Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1869–1874, alþingismaður Skaftfellinga 1874–1880. Sat ekki þingið 1873.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Hörgsdal 4. október 1836, dáinn 4. október 1890, drukknaði í Grímsá í Skriðdal. Foreldrar: Páll Pálsson (fæddur 17. maí 1797, dáinn 1. nóvember 1861) þjóðfundarmaður og 2. kona hans Guðríður Jónsdóttir (fædd 1. október 1809, dáin 1. desember 1888) húsmóðir. Afi Arnfinns Jónssonar varaþingmanns. Maki 1 (24. ágúst 1860): Guðrún Þorsteinsdóttir (fædd 31. desember 1831, dáin 10. október 1917) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Þorsteinn Bjarnason og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir. Maki 2 (14. desember 1881): Steinunn Eiríksdóttir (fædd 28. nóvember 1853, dáin 22. maí 1923) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Jónsson og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Systir Sveins Eiríkssonar alþingismanns. Börn Páls og Guðrúnar: Páll (1862), Ragnheiður (1870), Páll (1872). Börn Páls og Steinunnar: Jón (1882), Sveinn (1884), Sveinn (1885), Geir (1886), Arnfinnur (1890).

  Var í Lærða skólanum 1850–1852, fór utan til lækninga við málleysi 1853, las síðan utan skóla. Stúdentspróf Lsk. 1858. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1860.

  Vígðist 1861 aðstoðarprestur til föður síns að Prestsbakka. Fékk Meðallandsþing 1862, sat í Langholti, Kálfafell í Fljótshverfi 1863, Mosfell í Mosfellssveit 1865, en tók ekki við því. Lét þá af prestskap í bili og lagði sig eftir málleysingjakennslu, skipaður 1867 heyrnar- og málleysingjakennari og hélt uppi skóla til æviloka. Fékk Kálfafell að nýju 1866, fékk leyfi 1867 til að búa á Prestsbakka og gegna nauðsynlegri prestsþjónustu í Kirkjubæjarprestakalli fyrir prestinn þar, fluttist þangað á fardögum 1868. Prestur þar til 1877, á Stafafelli 1877–1881, en fékk þá Hallormsstað og Þingmúla og hélt til æviloka, sat í Þingmúla.

  Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1869–1874, alþingismaður Skaftfellinga 1874–1880. Sat ekki þingið 1873.

  Samdi námsbækur handa mál- og heyrnarleysingjum.

  Æviágripi síðast breytt 8. mars 2016.