Páll Sigurðsson

Páll Sigurðsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Rangæinga 1851. Alþingismaður Rangæinga 1852–1864. Varð að láta af þingmennsku vegna sjónleysis.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Skírður 17. október 1808, dáinn 18. ágúst 1873. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 1776, dáinn 28. júlí 1862) bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum og 1. kona hans Valgerður Tómasdóttir (fædd um 1785, dáin 26. ágúst 1826) húsmóðir. Faðir Páls Pálssonar alþingismanns í Dæli. Maki (13. nóvember 1840): Þuríður Þórðardóttir (fædd 1. ágúst 1815, dáin 11. júní 1900) húsmóðir. Foreldrar: Þórður Jónsson og kona hans Ólöf Beinteinsdóttir. Systir Jóns Þórðarsonar alþingismanns. Börn: Anna Valgerður (1841), Sigurður (1843), Sigurður (1844), Sigurður (1845), Þórður (1847), Páll (1848), Þórður (1850), Páll (1853), Ólöf (1854), Sigurþór (1857). Sonur Páls og Önnu Jónsdóttur: Páll (1832).

    Bóndi í Árkvörn í Fljótshlíð frá 1839 til æviloka.

    Þjóðfundarmaður Rangæinga 1851. Alþingismaður Rangæinga 1852–1864. Varð að láta af þingmennsku vegna sjónleysis.

    Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

    Áskriftir