Ásmundur Sigurðsson

Ásmundur Sigurðsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Austur-Skaftfellinga) 1946–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Austur-Skaftfellinga) nóvember–desember 1944, nóvember–desember 1945, mars–apríl 1946, október 1953, apríl 1954 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur), varaþingmaður Austurlands mars–júní 1960 og október 1966 (Alþýðubandalag).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Reyðará í Lóni 26. maí 1903, dáinn 8. febrúar 1992. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 6. júní 1868, dáinn 1. mars 1917) búfræðingur og bóndi þar og kona hans Jórunn Anna Lúðvíksdóttir (Hlöðversdóttir) Schou (fædd 29. september 1876, dáin 14. apríl 1953) kennari. Föðurbróðir Sigurðar Hlöðvessonar varaþingmanns. Maki (24. júlí 1958): Guðrún Árnadóttir (fædd 3. júní 1916, dáin 8. maí 2012) hjúkrunarkona. Foreldrar: Árni Tómasson og kona hans Magnea Bjarnveig Einarsdóttir.

Búfræðipróf Hvanneyri 1927. Nám við leikfimi- og lýðháskólann í Ollerup á Fjóni veturinn 1928–1929. Kennarapróf KÍ 1940.

Ráðsmaður við skólabúið á Hvanneyri 1929–1932, jafnframt leikfimikennari við skólann þar. Bóndi á Reyðará 1932–1958. Hélt uppi unglingakennslu í Austur-Skaftafellssýslu veturna 1932–1934. Kennari í Nesjum 1934–1939 og 1940–1946. Fulltrúi við Búnaðarbankann í Reykjavík 1958–1973.

Í hreppsnefnd Bæjarhrepps 1934–1946. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1944. Skipaður í nóvember 1944 í milliþinganefnd til að endurskoða lög um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl. Í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn, 1947–1971.

Landskjörinn alþingismaður (Austur-Skaftfellinga) 1946–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Austur-Skaftfellinga) nóvember–desember 1944, nóvember–desember 1945, mars–apríl 1946, október 1953, apríl 1954 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur), varaþingmaður Austurlands mars–júní 1960 og október 1966 (Alþýðubandalag).

Ritstjóri: Nýi tíminn (1950–1962).

Æviágripi síðast breytt 23. febrúar 2015.

Áskriftir