Páll Þorbjörnsson

Páll Þorbjörnsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1934–1937 (Alþýðuflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Vatnsfirði 7. október 1906, dáinn 20. febrúar 1975. Foreldrar: Þorbjörn Þórðarson (fæddur 21. apríl 1875, dáinn 25. desember 1961) héraðslæknir og kona hans Guðrún Pálsdóttir (fædd 25. janúar 1883, dáin 3. júlí 1971) húsmóðir, dóttir Páls Ólafssonar alþingismanns og prests. Maki (20. maí 1933): Bjarnheiður Jóna Guðmundsdóttir (fædd 7. september 1910, dáin 10. ágúst 1976) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir. Börn: Guðrún (1933), Hrafn (1935), Guðbjörg (1937), Arndís (1938), Þorbjörn Þórðarson (1951).

Gagnfræðapróf MR 1922. Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1930.

Sjómaður 1920–1932. Varð þá kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum í nokkur ár, síðan skipstjóri og útgerðarmaður þar. Stundaði kaupsýslustörf síðustu árin.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1934–1950. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1935–1937. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1936–1937.

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1934–1937 (Alþýðuflokkur).

Ritstjóri: Rödd fólksins (1938). Sjómaðurinn (1951–1953).

Æviágripi síðast breytt 10. mars 2016.

Áskriftir