Pétur Guðjohnsen

Pétur Guðjohnsen

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1864–1869.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóvember 1812, dáinn 25. ágúst 1877. Foreldrar: Guðjón Sigurðsson (fæddur 1781, dáinn 14. október 1846) síðar bóndi á Sjávarborg í Skagafirði og 1. kona hans Guðlaug Magnúsdóttir (fædd 1783, dáin 6. ágúst 1827) húsmóðir. Tengdafaðir Indriða Einarssonar alþingismanns, Jens Pálssonar alþingismanns, Lárusar Halldórssonar alþingismanns og Þórðar Thoroddsens alþingismanns. Maki (15. október 1841): Guðrún Sigríður Lauritzdóttir Guðjohnsen, fædd Knudsen (fædd 15. nóvember 1818, dáin 12. júlí 1899) húsmóðir. Foreldrar: Lauritz Michael Knudsen og kona hans Margrethe Andrea Knudsen, fædd Hölter. Börn: Lára Mikaelína (1842), Jörgen Pétur Havstein (1843), Þórður Sveinbjörnsson (1844), Guðlaug Magnea Ingibjörg (1846), Margrét Andrea (1847), Einar Oddur (1849), Kirstín Katrín (1850), Martha María (1851), Guðrún Sigríður (1852), Theódóra Andrea Petrína (1854), Andreas Pétur Berggren (1856), Theódóra Jóhanna Andrea (1857), Anna Lovísa (1858), Anike Emilie Constance (1861), Kristjana Apollina (1863).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1835. Kennarapróf í Johnstrups Seminarium í Danmörku 1840.

    Skólastjóri Barnaskólans í Reykjavík 1840–1848. Söngkennari við Lærða skólann 1846–1877 og Prestaskólann 1850–1877. Dómorganleikari frá 1841 til æviloka. Stiftamtmanns- og landshöfðingjaritari í 25 ár. Gegndi sýslumannsstörfum í Árnessýslu 1849–1850. Sinnti og málaflutningi í Reykjavík.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1864–1869.

    Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.

    Áskriftir