Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1932–1940 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. apríl 1887, dáinn 26. nóvember 1940. Foreldrar: Halldór Jónsson (fæddur 12. nóvember 1857, dáinn 25. desember 1914) bankagjaldkeri, bróðir Valgerðar konu Þórhalls Bjarnarsonar biskups og alþingismanns, og kona hans Kristjana Pétursdóttir Guðjohnsen (fædd 2. maí 1863, dáin 11. febrúar 1939) húsmóðir, dóttir Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Maki (12. október 1911): Ólöf Björnsdóttir (fædd 31. júlí 1887, dáin 14. janúar 1963) húsmóðir. Foreldrar: Björn Jensson, sonur Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns, og kona hans Henriette Louise Henriksdóttir Svendsen. Börn: Björn (1913), Ágústa (1915), Halldór (1916), Kristjana (1918).

Stúdentspróf MR 1907. Hóf lögfræðinám í Hafnarháskóla, en hvarf frá því eftir einn vetur.

Keypti Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík 1909 og rak hana til æviloka. Borgarstjóri í Reykjavík frá 1935 til æviloka.

Stórtemplar IOGT 1917–1922. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1930–1938.

Alþingismaður Reykvíkinga 1932–1940 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.